Einhver kvartaði undan tísti Samuels L. Jackson, Twitter fann ekkert að og hann grenjaði úr hlátri

Leikarinn Samuel L. Jackson hefur birt skjáskot af samskiptum sínum við deild hjá Twitter sem tekur við ábendingum um óviðeigandi efni. Svo virðist sem einhver hafi kvartað undan tísti leikarans en eftir að málið hafði verið skoðað komst Twitter að því að hann gerði ekkert rangt. Og þetta fannst Samuel fyndið.

Umrætt tíst má sjá hér fyrir neðan

Er hann að vísa í nýja reglugerð í NFL deildarinnar sem bannar leikmönnum að krjúpa á kné á meðan bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður í upphafi leikja. Geri þeir það þá verða þeir sektaðir.

Upphaf málsins má rekja til ársins 2016 þegar Colin Kaepernick ákvað að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn hljómaði til að mótmæla harkalegri meðferð lögreglumanna á þeldökkum Bandaríkjamönnum. Fleiri leikmenn fylgdu fordæmi hans í kjölfarið.

Samuel L. Jackson vill hins vegar vita hvort sá sem ákvað að banna mönnum að krjúpa kunni yfir höfuð þjóðsönginn. Og það fór fyrir brjóstið á notanda Twitter, sem tilkynnti tíst hans til samfélagsmiðilsins

Ekkert fannst hins vegar að tístinu og Samuel L. Jackson hafði þetta um málið að segja

Auglýsing

læk

Instagram