Endalok tímabils: Rúnstykki ekki lengur á 50 kall

„Kæri viðskiptavinur, allt tekur að lokum enda.“

Svona hefst tilkynning sem blasti við viðskiptavinum Bernhöftsbakarís á Bergstaðarstræti í morgun.

Rúnstykkin kosta ekki lengur 50 krónur í Bernhöftsbakaríi, einu ástælasta bakaríi borgarinnar, heldur 80 krónur. Í morgun var tilkynnt um hækkun á rúnstykkjunum og ástæðan er hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts upp í 11 prósent. Hækkunin tók gildi um áramót.

Árvökull lesandi Nútímans sendi inn neðangreina mynd af skilaboðunum. Þar kemur fram að rúnstykkin hafi kostað 50 krónur í 10 ár, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á í samfélaginu:

Við getum ekki lengur haldið því lága verði sem var. Þörfin fyrir hækkun hefur vaxið mikið síðustu ár. Eftir mikla yfirlegu verður verðið 80 krónur sem engu að síður er hálfvirði miðað við það sem samkeppnisaðilarnir bjóða þau á.

Þetta er hækkun upp á 60% en engu að síður hagstætt. Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan:

Auglýsing

læk

Instagram