Eyddi 40 klukkutímum í að klippa saman myndband sem vefmiðill eignaði Birki Bjarnasyni

Kvikmyndagerðarmaðurinn Allan Sigurðsson lenti illa í því á dögunum þegar myndband sem hann eyddi 40 klukkutímum í að klippa var eignað einum af stjörnum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

En hvernig gat það gerst? Byrjum á byrjuninni.

Birkir Bjarnason sló í gegn með íslenska karlalandsliðinu á EM í fótbolta í Frakklandi, sem stendur reyndar enn yfir. Ótrúlegt en satt. Fyrir leikinn gegn Frökkum í átta liða úrslitum birti hann í sakleysi sínu þetta myndband á Instagram, sem Coke dreifði á samfélagsmiðlum.

View this post on Instagram

Couldn't be more ready?? Áfram Ísland?? #euro2016

A post shared by Birkir Bjarnason (@birkirbjarnason) on

Nema hvað. Vefmiðillinn Fréttanetið misskildi aðeins birtingu myndbandsins og sagði að Birkir hafi sjálfur klippt myndbandið. Það er náttúrulega ekki óalgengt að vera fótboltamaður og kvikmyndagerðarmaður, sjáið bara Hannes Halldórsson, markvörð landsliðsins.

Miskilningurinn náði góðu flugi og eins og sést hér fyrir neðan þá fékk fréttin rúmlega 1.700 læk.

Screen Shot 2016-07-06 at 12.46.13

Sumir sáu strax í gegnum þetta og birtu frétt Fréttanetsins á Facebook-síðu mannsins sem á raunverulegan heiður á klippingu myndbandsins ásamt kaldhæðnislegum skilaboðum

Screen Shot 2016-07-06 at 12.49.43

 

En hver klippti myndbandið?

Hann heitir Allan Sigurðsson og er leikstjóri hjá SKOT. SKOT á svo hluta á í Nútímanum en það er annað mál.

Og já, hann er þvílíkur maður

1064521_10152299341048350_7145516412911272961_o

Sagan er ekki búin. Allan eyddi 40 klukkutímum í að klippa myndbandið saman og allir héldu að Birkir Bjarnason hefði gert það. Var ekki nóg fyrir Birki að vera ein af stjörnunum á EM í fótbolta? — þurfti hann líka að taka heiðurinn á því að klippa saman þetta myndband? — þó það væri reyndar ekki honum að kenna. En samt!

En Birkir er toppmaður og Allan fékk að lokum afsökunarbeiðnina sem hann átti skilið

13621781_10154274385613350_650990296_o.png

Og hún kom að sjálfsögðu í gegnum annan kvikmyndagerðarmann, nefnilega Hannes Þór Halldórsson.

Hér má svo sjá myndbandið sem um ræðir í fullri lengd

Auglýsing

læk

Instagram