Fáklæddir ferðamenn fíflast við Jökulsárlón

Þórarinn Jónsson birti í morgun myndband sem sýnir fáklædda ferðamenn fíflast við Jökulslárlon. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Í umræðum um myndbandið, sem Vísir fjallar um, kemur fram að leiðsögumenn hafi misjafnar skoðanir á uppátækinu. Leiðsögumaðurinn Ingólfur Bruun segir að ekki sé hægt að koma fullkomlega í veg fyrir að heimskingjar drepi sig.

Eins og hefur komið oft fram hér á þessu svæði þá er einfaldlega ekki hægt að hafa vit fyrir öllum. Það er bara þannig. Heimskingjar verða alltaf til.

Leiðsögumaðurinn Börkur Hrólfsson segir þá virðast skemmta sér vel. „Ég sé ekkert að þessu. Sjálfsagt vita þau vel að vatnið er bæði kalt og djúpt.“

Hér má sjá myndband af fíflaganginum.

Auglýsing

læk

Instagram