Farsæll leikstjóri og framleiðandi í Hollywood dreifir skopmynd Hugleiks af Donald Trump

Leikstjórinn og framleiðandinn Judd Apatow er duglegur að dreifa myndum Hugleiks Dagssonar á samfélagsmiðlum. Apatow dreifir í dag mynd Hugleiks á Instagram við góðar undirtektir aðdáenda sinna. Sjáðu myndina hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Hópur grínista grillaði Hugleik Dagsson á afmælinu hans, sjáðu uppistandið í heild sinni

Judd Apatow er einn allra farsælasti framleiðandi, handritshöfundur og leikstjóri Hollywood og mikill aðdáandi Hugleiks. Hann er maðurinn á bak við gamanmyndir á borð við  The 40 Year Old Virgin, Knocked Up, Pinapple Express ásamt því að hafa framleitt myndir á borð við Anchorman, Bridesmaids, Get Him to the Greek og This is 40.

Apatow birti teikningar Hugleiks í bókinni I Found This Funny, sem kom út árið 2010. Þar er Hugleikur á meðal snillinga á borð við Steve Martin, Jon Stewart, Adam Sandler og Ernest Hemingway sem eiga efni í bókinni. Þá fékk hann eina af myndum Hugleiks í afmælisgjöf frá starfsfólki sínu þegar hann varð 44 ára.

Sjálfur segir Hugleikur á Facebook-síðu sinni að Trump sé að gera góða hluti fyrir lækþorsta sinn en þúsundir hafa lækað mynd hans á Instagram-aðgangi Judd Apatow.

Sjáðu mynd Hugleiks hér fyrir neðan

Auglýsing

læk

Instagram