Fékk óvænt símtal frá manni sem vildi gefa milljón

Örvar Þór Guðmundsson hefur staðið fyrir fjársöfnun á fésbókarsíðu sinni síðustu jól fyrir þá sem eiga ekki mikið aflögu fyrir hátíðirnar. Í viðtali í Kastljósinu í gær sagðist hann ekki hafa trúað því hvað eitt hundrað þúsund krónur gætu breytt miklu hjá fólki fyrir jólin.

Í morgun fékk hann símtal frá manni sem sá viðtalið og vildi leggja söfnunni lið á ansi rausnarlegan hátt:

Hann spurði hvort ég væri til í að finna fleiri fjölskyldur sem væru að glíma við krabbamein og væru í neyð fyrir jólin. Hann myndi þá millifæra 1.000.000 krónur inná mig því hann vildi gleðja nokkrar fjölskyldur fyrir jólin.

Örvar segir á Facebook-síðu sinni að hann hafi farið strax í málið og sett sig í samband við Ljósið, sem er Endurhæfinga og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem er að glíma við krabbamein.

„Þau verða mér innan handar í þessu á morgun og munum við létta undir með nokkrum velvöldum fjölskyldum. Ef það er einhver sem vill taka þátt í þessu óvænta verkefni með okkur þá getur viðkomandi lagt inná þennan reikning og ég fer svo í hádeginu að koma þeim peningum á viðkomandi fjölskyldur.“

Örvar segir að þessi óvænta söfnun standi til klukkan 12 á morgun, föstudag og reikningsupplýsingarnar eru eftirfarandi:

Banki: 0544-14-710049
Kennitala: 090377-4509

Auglýsing

læk

Instagram