Ferðalag Kim, Kourtney og Kanye verður sýnt í sjónvarpinu, tökulið með í för á Íslandi

Tökulið fylgist með hverri hreyfingu Kim og Kourtney Kardashian, Kanye West og fjölskylduvinarins Jonathan Cheban á Íslandi. Hópurinn kom til landsins í morgun og dvelur á 101 hótel í miðborg Reykjavíkur.

Þau sem fylgjast með föruneytinu á Snapchat hafa tekið eftir sjónvarpsmyndavélunum, sem hafa aldrei verið langt undan. Þarna er að öllum líkindum á ferðinni tökulið frá E! sjónvarpsstöðinni sem sýnir raunveruleikaþætti Kardashian-fjölskyldunnar; meðal annars hinn gríðarlega vinsæla Keeping Up With The Kardashians.

Sjá einnig: Hópur ungmenna safnast saman fyrir utan 101 hótel til að sjá Kim Kardashian og Kanye West

Tímaritið People fjallar um ferðalag Kim og Kanye til landsins og dregur þá ályktun að sjónvarpsáhorfendur fái skyggnast bakvið tjöldin innan skamms. Tólfta þáttaröð Keeping Up With The Kardashians hefst 1. maí en milljónir aðdáenda um allan heim fylgjast með þáttunum.

Kim, Kanye, Kourtney og Jonathan (sem hefur verið duglegastur við að birta myndbönd frá ferðalaginu á Snapchat) komu við á veitingastað Friðheima í Bláskógabyggð í dag. Þar gæddu þau sér á fjölbreyttum réttum úr tómötum, meðal annars tortillum, kökum og drykkjum.

Þaðan fóru þau að Gullfoss og Geysi og Kim birti þessa mynd á Instagram þar sem rúmlega 67 milljónir manna fylgja henni.

View this post on Instagram

Iceland Waterfall

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Á leiðinni að Geysi ruglaðist hópurinn á hveralyktinni og prumpufýlu. Þau töldu að bílstjórinn hefði rekið við en vissu ekki að hveralyktin er keimlík prumpulykt. Þessum ævintýrum mátti fylgjast með á Snapchat.

Heimildir Nútímans herma að Kanye West ætli að taka upp tónlistarmyndband hér á landi á næstu dögum. Ljóst er að það mun varla sekúnda af ferðalaginu fara framhjá fólki þar sem allt er í beinni á Snapchat og verður svo sýnt í sjónvarpi um allan heim.

Auglýsing

læk

Instagram