Flugvélin sem brotlenti í sjónum var leigð af Icelandair

Flugvélin sem brotlenti í sjónum við Chuuk-flugvöll í Míkrónesíu í nótt var framleigð frá Icelandair Group til flugfélagsins Air Niugini. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Engan sakaði en um borð voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737-800 var á leiðinni Pohnpei til Chuuk. Í tilkynningunni kemur fram að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins.

„Öllu öðru framar er hugur okkar hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins.“

Auglýsing

læk

Instagram