Foreldrar Madeleine McCann gagnrýna manninn sem klæddi sig upp sem dóttir þeirra á hrekkjavökunni

Kate and Gerry McCann, foreldrar Madeleine McCann sem hvarf sporlaust í Portúgal fyrir rúmum tíu árum hafa tjáð sig opinberlega um manninn sem klæddi sig upp sem dóttir þeirra á hrekkjavökunni.

Hinn 25 ára gamli Daniel Gearie frá Dundee í Skotlandi birti mynd af sér á Twitter þar sem hann var klæddur í treyju enska liðsins Everton og var með ljósa hárkollu til að líkjast Madeleine. Með færslunni sem hann hefur nú fjarlægt sagði Daniel meðal annars: „Ég er ekki sá sem skildi barn eftir á Portúgölsku hóteli.“

Madeleine hvarf sporlaust úr hótelíbúð á Portúgal í maí árið 2007 þegar foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir ásamt bræðrum sínum meðan þau fór á veitingahús. Madeleine var þriggja ára þegar hún hvarf en málið er enn í rannsókn.

Þau Kate og Gerry tjáðu sig um málið í gegnum talsmann í breska blaðinu MailOnline. „Maður á þessum aldri á að vita betur. Það sem hann gerði var móðgandi og ljótt.“

Daniel sá að lokum að sér og baðst afsökunnar. Hann sagði uppátækið það heimskulegasta sem hann hafði gert á ævinni og að hann sæi mikið eftir því.

Auglýsing

læk

Instagram