Fræga fólkið birtir vandræðalegar myndir til styrktar björgunarstarfi í Puerto Rico

Spjallþáttastjórnendurnir Stephen Colbert og Nick Kroll fóru af stað með áhugavert átak til að safna fé til styrktar björgunarstarfi í Puerto Rico. Átakið sem þeir kalla #PuperMe gegnur þannig fyrir sig að þeir félagar hafa skorað á fræga fólkið að birta vandræðalega mynd af sér frá unglingsárunum á samfélagsmiðlum. 

Fyrir hverja mynd sem birtist gefur styrktarsjóðurinn, AmeriCone Dream Fund, eitt þúsund dollara til styrktar málefninu en Puerto Rico fór afar illa í fellibylnum Harvey.

Stjörnurnar hafa tekið vel í átakið en fjöldi mynda hafa verið birtar á samfélagsmiðlum eftir að átakið fór af stað. 

 Við tókum saman brot af því besta

Auglýsing

læk

Instagram