Fullir unglingar í slagsmálum í Reykjavík: Hlupu undan laganna vörðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast frá því klukkan 17:00 í gær og þar til 05:00 í nótt. Í dagbókarfærslum lögreglunnar kemur fram að borist hafi tilkynning um ungmenni í átökum við félagsmiðstöð en þegar lögreglumenn mættu á staðinn lögðu ungmennin á flótta og segir í dagbókinni að þá upphófst hlaupandi eftirför sem endaði svo að allir náðust.

„Reyndust undir áhrifum áfengis. Fluttir á lögreglustöð og málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda,“ segir í dagbókinni.

Önnur verkefni er hægt að lesa um hér fyrir neðan skipt upp eftir hverfum á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglustöð 1 – Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:

  • Tilkynnt um ungmenni í átökum við félagsmiðstöð. Við komu lögreglu lögðu þau á flótta og upphófst hlaupandi eftirför sem endaði svo að allir náðust. Reyndust undir áhrifum áfengis. Fluttir á lögreglustöð og málið leyst með aðkomu barnaverndaryfirvalda
  • Tilkynnt um ógnandi mann með tvo hnífa á lofti í verslun í hverfi 108. Maðurinn handtekinn á vettvangi og vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglustöð 2  – Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:

  • Lögregla send ásamt sjúkraliði vegna aðila sem hafði dottið af hestbaki. Fluttur til aðhlynningar á slysadeild.

Lögreglustöð 3 – Kópavogur – Breiðholt:

  • Ökumaður stöðvaður grunaður um ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda. Afgreitt samkvæmt venju.

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:

  • Tilkynnt um bílveltu í hverfi 271. Minniháttar slys á fólki.
  • Haft afskipti af bifreið sem reyndist á röngum skráningarmerkjum. Ökumaður gaf upp persónuupplýsingar sem reyndust ekki réttar. Við frekari skoðun reyndist aðilinn vera eftirlýstur og var því handtekinn. Vistaður í þágu rannsóknar.
Auglýsing

læk

Instagram