Fullorðnir koma út úr skápnum með Lego-ástina: „Sumir viðurkenna það, aðrir nota börn sem afsökun“

Fullorðið fólk er að koma út úr skápnum með Lego-ást sína. Fullt af fullorðnu fólki kaupir Legó handa sjálfu sér og fastakúnnar Legobúðarinnar koma reglulega og eru á öllum aldri. Frímann Valdimarsson, lego-sérfræðingur og starfsmaður Legobúðarinnar í Smáralind.

Nútíminn fjallaði á dögunum um Lego-ást Ragnars Hanssonar. Hann kom út úr Legó-skápnum eftir að hafa læðst í kringum hillur leikfangaverslana um árabil og notað börnin sem afsökun fyrir að vera þar. Lego-kubbarnir hafa góð sálræn áhrif á Ragnar sem hefur glímt við þunglyndi.

Sjá einnig: Legó hjálpar þriggja barna föður upp úr slæmu þunglyndi: „Kubb fyrir kubb. Serótónín fyrir serótónin“

Frímann segir ekki alla tilbúna að viðurkenna að þeir séu að kaupa kubba handa sjálfum sér en með tímanum komi þeir oft út úr Lego-skápnum. „Það er fullt af fólki sem verslar Lego handa sjálfu sér. Sumir viðurkenna það fúslega, aðrir nota börn og barnabörn sem afsökun,“ segir hann léttur.

Fólk er líka að koma út úr skápnum með Lego-ást sína hjá mér oft á tíðum. Þau sem festast í Lego-inu er oft á tíðum fólk sem vill hafa hlutina á hreinu.

Frímann segist oft vera spurður hvort það sé skrýtið að kaupa Lego á þessum aldri. Hann segist svara henni neitandi þar sem viðskiptavinir verslunarinnar séu öllum aldri, frá eins árs til sjötugs.

Legóbúðin opnaði í Smáralind í mars á þessu ári og segir Frímann hafa gengið betur en búist var við.

Auglýsing

læk

Instagram