Fundu sleipiefni, plasthanska og olíur í hesthúsinu, ummerki um misnotkun á tveimur hryssum

Eigendur hrossanna sem talið er að hafi verið misnotuð kynferðislega í hesthúsi í Garðabæ um jólin fundu sleipiefni, olíur og plasthanska í húsinu.

Engir áverkar fundust á hrossunum en ummerki um kynferðislega misnotkun fundust á að minnsta kosti tveimur hryssum.

Sjá einnig: Grunur leikur á að hross hafi verið misnotuð kynferðislega um jólin, málið kært til lögreglu

Þetta kemur fram á mbl.is en þar er rætt við Silju Unnarsdóttur, dýralækni og einn af eigendum hrossanna.

Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meinta kynferðislega misnotkun á hrossum í hesthúsi á höfuðborgarsvæðinu um jólin.

Eigendur hrossanna tilkynntu málið til Matvælastofnunar. Enginn liggur undir grun að svo stöddu.

Í frétt mbl.is kemur einnig fram að óvíst hvenær sólarhringsins meint brot hafi átt sér satð. Ekki var mikill umgangur um hesthúsið og í hverfinu þennan dag þar sem vont veður hafi verið og því ekki viðrað vel til útreiða.

Auglýsing

læk

Instagram