Fór fýluferð í Hagkaup: Starfsmaður sagði að 10 þúsund króna seðill væri ekki til

Helena Na­tal­ía Al­berts­dótt­ir fékk ekki að greiða fyrir mat með 10 þúsund króna seðli í Hagkaup í Garðabæ um helgina. Starfsmaður­inn á búðar­kass­an­um sagði að slík­ur gjald­miðill væri ekki til og því væri ekki hægt að taka við seðlin­um. Þetta kemur fram á mbl.is.

Tíu þúsund króna seðill­inn fór fyrst í um­ferð hinn 24. októ­ber 2013. Helena segir í samtali við mbl.is að hún hafi ekkert skilið í þessu.

Ég var að kaupa í mat­inn og ætlaði að borga þegar kassastrák­ur­inn spurði mig hvort þetta væri eitt­hvað djók. Ég hef aldrei verið með tíu þúsund króna seðil áður en fékk hann frá bank­an­um og skildi því ekk­ert í þessu.

Hún segir að starfsmaðurinn á kassanum hafi verið harður á því seðillinn væri ekki löggildur gjaldmiðill.

„Og ég geng út með eng­an mat, hald­andi að ég væri með ein­hvern gervi­pen­ing,“ seg­ir Helena á mbl.is.

Grét­ar Ingi Sig­urðsson, versl­un­ar­stjóri Hag­kaups í Garðabæ, segir í samtali við mbl.is að verslunin taki við tíu þúsund króna seðlum. Hann kannaðist ekki við málið.

Auglýsing

læk

Instagram