Fyrrverandi útvarpsmaður kærir Taylor Swift vegna ásakana um að grípa í rass hennar

David Mueller, fyrrverandi útvarpsmaður í Denver í Colorado í Bandaríkjunum, hefur kært Taylor Swift. Hann segist hafa misst vinnuna eftir að hafa verið sakaður um að snerta söngkonuna á óviðeigandi hátt í myndatöku.

Í kærunni kemur fram að Mueller hafi af ósekju verið sakaður um að grípa í rass Taylor Swift baksviðs í íþróttahöllinni Pepsi Center í Denver í júní árið 2013. Tveimur dögum síðar var Mueller rekinn úr starfi sínu á útvarpsstöðinni KYGO.

Mueller neitar að hafa gripið í rass Taylor Swift og tekur fram í kærunni að hann hafi hitt margt frægt fólk án þess að vera sakaður um slíkt.

Í yfirlýsing frá fjölmiðlafulltrúa Taylor Swift kemur fram að vinnuveitandi Mueller hafi fengið sönnunargögn frá öryggisteymi tónlistarkonunnar um atvikið og hafi í kjölfarið tekið sjálfstæða ákvörðun um að segja honum upp.

Auglýsing

læk

Instagram