Gísli Pálmi sendir óvænt frá sér stuttskífu

Rapparinn Gísli Pálmi hefur sent frá sér stuttskífuna Frost. Platan inniheldur fimm lög og er að finna á Spotify.

Gísli hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið en hann sendi frá sér fyrstu plötuna sína árið 2015. Platan var nefnd í höfuðið á honum en mikla athygli vakti þegar röð myndaðist fyrir utan verslunina Smekkleysu á Laugavegi þegar hún kom út.

Sjá einnig: Gísli Pálmi blótaði 39 sinnum á Arnarhóli og í beinni á RÚV

Stuttskífa Gísla hefst á laginu Peningar og næst koma lögin Frosin, Þúsundir (VROOM), Krúsið og endar á laginu Ísinn (BRRH).

Auglýsing

læk

Instagram