Götukappakstur á bryggjunni á Akranesi, Fast and the Furious tekin upp á Skaganum

Kvikmyndin Fast 8, áttunda myndin í Fast and the Furious myndaflokknum, verður að hluta til tekin upp á Akranesi nú í vor. Þetta kemur fram á Vísi.

Fast and the Furious myndirnar njóta gríðarlegra vinsælda. Síðasta myndin í flokknum, Furious 7, er til að mynda sjötta tekjuhæsta kvikmynd allra tíma.

Regína Ásvaldsdóttir staðfestir fréttirnar á Vísi en íbúum bæjarins var tilkynnt um þetta á þorrablóti Skagamanna um helgina. „Ég á von á því að það verði núna í apríl,“ segir Regína Ásvaldsdóttir í samtali við Vísi.

Þetta er auðvitað umfangsmikið verkefni og mun hafa áhrif á verslun og þjónustu í bænum. Við erum mjög áhugasöm.

Regína segir á Vísi að tökurnar fari fram á bryggjunni og á sementsreitnum. Vísir hefur heimildir fyrir því að tökuliðið ætli að framkvæma stærstu sprengingu sem gerð hefur verið hér á landi.

Auglýsing

læk

Instagram