Grísalappalísa breiðir yfir Stuðmenn

Strax í dag!

Hljómsveitin Grísalappalísa hefur sent frá sér ábreiðu af Stuðmannalaginu Strax í dag. Lagið kom fyrst út á plötunni Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum árið 1975.

Í tilkynningu frá Grísalappalísu kemur fram að hljómsveitin breiði yfir Stuðmannalög á sjö tommu vínilplötu sem er farin út í framleiðslu.

Vonandi nær hún í búðir fyrir jól. Eftirminnilegt er þegar hljómsveitin Grísalappalísa sendi frá sér tvö lög úr smiðju Megasar í fyrra og nú halda þeir áfram og pressa upptökur sem gerðar voru á ferðalagi þeirra um Ísland nú í sumar með DJ Flugvél og Geimskip, en hún leikur einmitt á þessum nýju upptökum. Endilega skellið þessu á fónin og pumpið voljúmið, því hér er á ferðinni ágætis upphitun fyrir Iceland Airwaves tónlistarhátíðina þar sem Grísalappalísa treður upp ásamt fleiri góðum görmum!

Auglýsing

læk

Instagram