Taktu þátt í vali fólksins í Gullegginu — tíu teymi keppa til úrslita

Uppfært: Kosningu er lokið! úrslit verða kunngjörð á lokahófi Gullegssins í Hörpu á laugardag.

Tíu teymi keppa til úrslita í Gullegginu frumkvöðlaakeppni 2017. Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups.

Keppnin er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Sigurvegari Gulleggsins hlýtur sjálft Gulleggið og eina milljón króna í verðlaun.

Í ár bárust í keppnina 123 viðskiptahugmyndir og þar af 45 viðskiptaáætlanir. Hátt í 100 manna rýnihópur skipaður til jafns konum og körlum með fjölbreyttan bakgrunn las hugmyndirnar yfir.

Lokahóf Gulleggsins og 10 ára afmælishátíð verður haldin með pompi og prakt í Hörpu, laugardaginn 11.mars næstkomandi.

Nútíminn og Gulleggið standa saman að vali fólksins í Gullegginu 2017. Horfðu á myndbandið hér fyrir ofan og taktu þátt í vali fólksins með því að kjósa eina af hugmyndunum tíu hér fyrir neðan.

BlissApp

 

Frumkvöðlar: Berglind Silja Aradóttir og Ágúst Karlsson

BlissApp er 2 manna teymi forritara. Við gefum þeim sem ekki geta tjáð sig á hefðbundinn hátt leið til samskipta með Bliss táknum.

Project Monsters

 

Frumkvöðlar: Mathieu Skúlason, Jónas Ingi Valdimarsson og Íris Eva Gísladóttir

Project Monsters er heildstætt námskerfi sem mun nútímavæða skólakerfið og gefa börnunum okkar forskot inn í framtíðina.

League Manager

 

Frumkvöðlar: Mathieu Skúlason og Oddur Sigurðarson

League Manager gerir skipulagningu íþróttamóta auðvelda og aðgengilega fyrir starfsmenn, þátttakendur og mótsgesti.

Procura

 

Frumkvöðull: Guðmundur Andri Skúlason

Procura hefur þróað app þar sem þú getur séð raunverð allra fasteigna, skoðað mynd, selt, keypt eða leigt eign og gengið frá samningum, FRÍTT

HappaGlapp

 

Frumkvöðlar: Stefán Þórarinsson, Bjarni Rúnar Heimisson og Bjarni Már Guðlaugsson

App sem tengir saman notendur og fyrirtæki á nýjan og skemmtilegan máta og gefur notendum kost á að vinna fjölda vinninga daglega

SAFE Seat

 

Frumkvöðlar: Svavar Konráðsson, Páll Einarsson og Birgir Fannar Birgisson

SAFE Seat er einfalt og ódýrt fjaðrandi sæti sem verndar hryggsúluna í erfiðu sjólagi. Nú geta allir farþegar hraðbáta haft fjaðrandi sæti.

Barnamenningarhús 

Frumkvöðlar: Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Ellen Harpa Kristinsdóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir

Í Barnamenningarhúsi geta börn kynnst menningu og listum á sínum forsendum, með því að snerta, prófa og leika, bannað að hvísla!

Fjölskyldumyllan

 

Frumkvöðlar: Kristín Kolbeinsdóttir og Þóra Gréta Pálmarsdóttir

Við nýtum okkar þekkingu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf til þess að kenna foreldrum færni sem veitir þeim öryggi í sínu hlutverki.

LabFarm

 

Frumkvöðlar: Haukur Páll Finnsson Inga Rún Long Bjarnadóttir og Fannar Traustason

Tengir saman tölvukrafta háskóla um allan heim með hagkvæmari nýtingu og lægri rekstrarkostnaði. Vettvangur þar sem háskólar geta deilt reiknigetu sinni.

S. Stefánsson & Co.

 

Frumkvöðlar: Kristján Pétur Sæmundsson og Birta Ísólfsdóttir

S. Stefánsson & Co. byggir á 60 ára fjölskyldusögu æðarræktar og hannar hágæða útivistarfatnað, einangraðan með íslenskum æðardún.

Auglýsing

læk

Instagram