Gunnar Nelson fékk krúttlegasta bréf allra tíma frá bandarískum aðdáanda

Bardagakappinn Gunnar Nelson birti í dag bréf sem hann fékk á dögunum sent frá hinum 11 ára gamla Davis Scott. Scott þessi er frá Alabama í Bandaríkjunum og greinilega mikill aðdáandi Gunnars.

Í bréfinu segir Scott að hann vilji sjá Gunnar berjast við Matt Brown. Hann fer ekki fram á lítið þar sem Brown er í sjöunda sæti á listanum yfir þá sterkustu í veltivigtinni í UFC. Gunnar er í 15. sæti.

Gunnar svaraði þeim stutta og sagði að árituð mynd væri á leiðinni.

Sjáðu bréfið hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram