Gunnar Nelson nýtur lífsins í Las Vegas: „Það er mikið af klikkuðum hlutum í gangi hérna“

Gunnar Nelson er staddur í Las Vegas þar sem hann undirbýr sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Brandon Thatch á UFC-bardagakvöldi 11. júlí næstkomandi. Gunnar átti upphaflega að mæta John Hathaway sem þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Sjá einnig: Auðunn Blöndal eltir Gunnar Nelson til Las Vegas

Gunnar er í viðtali á vef Vice og segist þar kunna vel við sig í Las Vegas en hann er búinn að kíkja á hina sögufrægu götu The Strip, þar sem litríku spilavítin er að finna.

Vegas er mjög fínn staður. Þetta er mjög gott fyrir okkur því það eina sem við þurfum að gera er að slaka á í villunni allan daginn — þeir kalla hana Mac Mansion. Við slökum bara á allan daginn, æfum smá og tökum svo langa æfingu á hverju kvöldið.

Gunnar dvelur í glæsivillu sem æfingafélagi hans og vinur, bardagakappinn Conor McGregor, er með á leigu. Hann segir að lætin í miðborg Vegas geti þó verið þreytandi.

View this post on Instagram

It gets hot i Vegas!

A post shared by Gunnar Nelson (@gunninelson) on

„Þetta er mjög töff staður en mér fannst frekar þreytandi að vera þarna. Þetta er ekki staður sem maður myndi heimsækja daglega. Það var fullt af skrýtnu fólki þarna. Þetta var einstök upplifun og það er mikið af klikkuðum hluti í gangi hérna.“

Sjá einnig: Hefur deilt rúmi með Gunnari Nelson í tíu ár

Gunnar berst í fyrsta skipti í Las Vegas en í viðtalinu á vef Vice segist hann ekki vera búinn að skoða höllina sem hann berst í.

„Ég er ekki búinn að skoða höllina en ég hef tekið eftir stærðinni á þessum spilavítum. Þau eru ótrúleg. Það eru engin spilavíti heima þannig að þetta er allt frekar nýtt fyrir mig,“ segir hann.

 

Auglýsing

læk

Instagram