Hættur sem framkvæmdastjóri Bland.is viku eftir að hann tók við starfinu

Chris McClure er hættur sem framkvæmdastjóri söluvefsíðunnar Bland.is, rúmri viku eftir að tilkynnt var um ráðningu hans. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins.

Viðskiptablaðið greinir frá því að Skorri Rafn Rafnsson, stofnandi Moberg Group móðurfélags Bland.is, hafi tekið við framkvæmdastjórastöðu Bland.is. Haukur Skúlason, fjármálastjóri Moberg Group, vill þó ekki gefa upp ástæðu brotthvarfsins eða hver hefði átt frumkvæðið af brotthvarfi Chris.

Ráðning McClure vakti talsverða athygli í lok nóvember. Hann er með doktorsgráðu frá HÍ og meistaragráðu frá Yale-háskóla.

Í tilkynningu kom fram að hann hafi fjölþætta reynslu af stjórnunarstörfum en áður hefur hann starfað við rekstur eigin stefnumótunar- og markaðsfyrirtækis, sem sérhæfði sig í að þjóna fyrirtækjum í heilsugeiranum.

Þá starfaði hann sem yfirmaður rannsókna og stefnumótunar hjá Health Management Academy ásamt því að starfa hjá GetWellNetwork um skeið.

Auglýsing

læk

Instagram