Hafa safnað 5,4 milljónum fyrir leikarann Stefán Karl, vilja ekki að hann hafi áhyggjur af peningum

5,4 milljónir íslenskra króna hafa safnast til styrktar leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni á hópfjármögnunarsíðunni GoFoundMe. Hann greindi með krabbamein í brisi í haust og gekkst fljótlega eftir það undir vel heppnaða aðgerð á Landspítalanum.

Vísir greindi frá. 

Hann var útskrifaður af spítalanum 19. október.

Sjá einnig: Stefán Karl deilir kostulegri sögu af litlum dreng sem hann hitti: „Ertu ekki með krabbamein?“

Á síðunni GoFoundMe segir að leikarinn verði frá vinnu í allt að eitt ár og vilja aðdáendur hans að hann geti notað árið til að hvíla sig, þannig að þegar hann snýr aftur til starfa geti hann haldið ótrauður áfram við að gera það sem hann gerir best: Fá börn um allan heim til að brosa.

Aðdáendur hans vilja að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af peningamálum á sama tíma og hann reynir að jafna sig.

2.519 manns hafa lagt Stefáni lið og safnað 5,4 milljónum á einum mánuði. Margir skilja eftir skilaboð til Stefáns og þakka honum fyrir góðar stundir í gengum árin. Markmiðið er sett á 50 þúsund dollara, eða rúmar 5,6 milljónir og lítur allt út fyrir að það muni nást.

Þetta myndband var búið til fyrir söfnunina

Auglýsing

læk

Instagram