Hatrið knýr Nickelback áfram

Chad Kroeger, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Nickelback, hefur tjáð sig um hópfjármögnina sem miðaði að því að halda hljómsveitinni frá Lundúnum.

Í stuttu máli, þá elskar hann þetta. Í viðtali við Pulse of The Radio segist hann hreinlega dýrka að vera umdeildur:

Þessir gagnrýnendur er óþreytandi. Það er alltaf verið að tala illa um okkur. Ef þeir hefðu hætt að skrifa um okkur værum við ekki umdeildir og hefðu örugglega hætt fyrir löngu. Þeir vita ekki að þeir bera ábyrgð á tilveru okkar. Ég vona bara að peningarnir fari í gott málefni en ekki í vasa náungans.

Aðeins 288 dalir af þúsund dala takmarkinu hafa safnast en peningarnir eiga að renna til góðgerðarmála. Lundúnabúinn Craig Mandall stendur fyrir söfnuninni sem hann kallar Don’t Let Nickel Back.

Inntur eftir viðbrögðum við orðum Kroeger hvetur Mandall aðdáendur Nickelback til að leggja söfnuninni lið. „Það myndi færa honum [Chad Kroeger] mikla hamingju. Ef þú styður ekki bann við Nickelback ertu að fara gegn Nickelback. Viltu það?“

Þúsund dalir einir og sér myndu aldrei koma í veg fyrir að Nickelback kæmi fram í Lundúnum en Mandall tekur fram að allir peningarnir sem safnast renni til góðgerðarmála.

Hann hyggst hins vegar senda umboðsskrifstofu hljómsveitarinar skilaboð og þeim fjölgar eftir því sem áheitin verða fleiri. Þeir sem kjósa að leggja málefninu lið geta valið hversu orðljótt bréf umboðsskrifstofan fær en fyrir 50 dali hyggst hann senda tónlist Nickelback til Nickelback.

Auglýsing

læk

Instagram