Hefur deilt rúmi með Gunnari Nelson í tíu ár: „Það venst eins og allt annað“

Gunnar Nelson er staddur í Las Vegas þar sem hann undirbýr sig fyrir næsta bardaga en hann mætir Brandon Thatch á UFC-bardagakvöldi 11. júlí næstkomandi. Gunnar átti upphaflega að mæta John Hathaway sem þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.

Sjá einnig: Auðunn Blöndal eltir Gunnar Nelson til Las Vegas

Gunnar dvelur í glæsivillu sem æfingafélagi hans og vinur, bardagakappinn Conor McGregor, er með á leigu. Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, vinnur með Gunnari fram að bardaganum. Þeir félagar hafa ferðast víða í gegnum tíðina og hafa ávallt þurft að deila rúmi.

En hvernig er að kúra með Gunnari Nelson?

„Það venst eins og allt annað,“ segir Jón Viðar léttur í samtali við Nútímann.

Þeir hafa deilt rúmum í áratug. Hótelherbergin voru lítil árið 2005 en í dag gista þeir í 1.100 fermetra villu.

Ég man fyrst þegar við sváfum í sama rúmi, sem var reyndar töluvert minna en þetta, í landsliðsferð í karate. Þá svaf hann með augun hálfopin allan tímann. Það var mjög creepy.

Eru rúmin ekki orðin aðeins mýkri en í gamla daga? Helst það ekki í hendur við árangur Gunna?

„Jú, það má segja það. Þetta er mjög fínt rúm — eiginlega aðeins of mjúkt fyrir minn smekk.“

Jón sendi Nútímanum þessa mynd sem sýnir hvernig Gunnar hengdi upp gluggatjöld í herberginu.

„Svo límdi hann upp gluggatjöldinn sjálfur svo hann geti sofið lengur,“ segir Jón Viðar. „Frekar fyndið að þurfa mixa svona í þessari klikkuð villu!“

Auglýsing

læk

Instagram