Iceland Airwaves fer til Akureyrar

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður haldin á Akureyri á næsta ári. Hún fer einnig fram í Reykjavík. Í tilkynningu frá hátíðinni kemur fram að stefnt sé að því að nota tvo til þrjá tónlistarstaði á Akureyri og að 20 til 26 innlend og erlend tónlistaratriði komi þar fram.

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir í samtali við RÚV að Airwaves sé með þessu að vissu leyti komin heim. „Og líka að bjóða bæði ungum hljómsveitum sem eru hér á svæðinu og síðan fólki sem býr hér og fólki á landsbyggðinni á Airwaves,“ segir hann á vef RÚV.

Það er mikilvægt að það séu ekki bara útlendingar sem koma á Airwaves og síðan að útlendingar komi í höfuðstað Norðurlands. Það hefur verið planið lengi.

Hann segir að þetta hafi verið gerlegt fyrst núna þar sem Icelandair og Flugfélag Íslands hafi ákveðið að bjóða upp á ferðapakka fyrir erlenda gesti. Þannig geti þeir hafi dvöl sína á Akureyri og endað í Reykjavík, með beinu flugi frá Keflavík til Akureyrar.

Óvíst er hvaða staðir verði hýsi hátíðina á Akureyri en Græni hatturinn er sá eini sem hefur verið staðfestur.

Auglýsing

læk

Instagram