Icelandair biðst afsökunar: Hætta að selja aðskilnaðarstefnukokteil

Icelandair Hotel Reykjavik Marina hefur hætt að selja hinn svokallaða Apartheid kokteil eftir ábendingu á Twitter. Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku eða Apartheid var sú stefna suður-afrískra stjórnvalda að halda aðskildum svörtu fólki og hvítu.

Það var Twitter-notandinn Africa is a Country sem birti eftirfarandi mynd í dag og það stóð ekki á svari frá Twitter-síðu flugfélagsins:

„Einfaldlega gómsætur, njóttu!“ sagði sá eða sú sem sér um Twitter-reikning Icelandair. Flugfélagið er afar virkt á Twitter og almennt duglegt við að svara notendum samfélagsmiðilsins.

Flugfélaginu var hins vegar bent á að ádeila fólst í myndbirtingunni og var fljótt að biðjast afsökunar þar sem starfsmaður Icelandair skildi ekki orðið apartheid:

Forráðamenn Icelandair hafa haft samband við Marina hótelið og óskað eftir að hætt verði að selja apartheid-drykkinn á hótelinu.

Auglýsing

læk

Instagram