Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, óskaði fylgjendum sínum á Twitter gleðilegs föstudags í dag og birti stöplarit sem sýndi hvernig framfærslulán LÍN til námsmanna á Íslandi hafa þróast á föstu verðlagi frá 2013 til 2017.
Svona hafa framfærslulánin þróast frá því að ég tók við embætti. Þetta skiptir nemendur máli. Gleðilegan föstudag! pic.twitter.com/BeffMIxcE4
— Illugi Gunnarsson (@Illugi1) April 29, 2016
Á Twitter var fólk ekki sátt við framsetninguna á stöplariti Illuga. Á meðal þeirra sem gagnrýndu Illuga voru leikarinn Jóhannes Haukur og fleiri
Súlurnar byrja ekki í 0 kr. Hækkunin lítur út fyrir að vera meiri en hún er. Hlægileg tilraun. https://t.co/t5Y6iNUHps
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) April 29, 2016
@hildursverris af hverju verða allir svona litlir í sér þegar bent er á skitu. Gerðu línuritið rétt og ekki reyna að blekkja. #basic
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) April 29, 2016
Illuga fannst fólk óþarflega viðkvæmt
@Illugi1 Er þetta ekki óþarfa viðkvæmni fyrir y-ásnum? https://t.co/6JZmBkugV7
— Illugi Gunnarsson (@Illugi1) April 29, 2016
Einhverjir veltu fyrir sér hvort Illugi hafi horft á myndbandið sem fjallar um hvernig fólk blekkir með línuritum — Y-ásinn sem slíkur er ekki vandamálið.
Hann birti svo annað stöplarit með nýjum Y-ás
@Illugi1 Hér er grafið fyrir y-áss púritana. Erfiðara að sjá svona, en aldrei meiri hækkun á einu kjörtímabili. pic.twitter.com/qtK9N2fvi4
— Illugi Gunnarsson (@Illugi1) April 29, 2016
.@Illugi1 Verra er að vísitala leiguverðs hefur farið úr 121.5 (apríl 2013) í 145.9 (janúar 2016) á sama kjörtímabili.
Fleira skiptir máli.
— Ernir Þorsteinsson (@EirikurErnir) April 29, 2016
Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi sér umræðuna svona
@Illugi1 1. Ráðherra skammaður vegna skertra lána. 2. Ráðherra sýnir hækkun lána í hans ráðherratíð. 3. Ráðherra skammaður fyrir súlurit. ????????
— Hildur Sverrisdóttir (@hildursverris) April 29, 2016