Íslendingar eru búnir að kaupa fleiri Volvo XC90-jeppa á þessu ári en Range Rovera haustið 2007

212 Volvo XC90-jeppar hafa selst á árinu, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Í dag er 249. dagur ársins þannig að Íslendingar eru ekki langt frá því að kaupa einn Volvo XC90-jeppa á dag á þessu ári.

Volvo XC90 er flaggskip sænska bílaframleiðandans og var valinn bíll ársins á Íslandi í fyrra. Bandalag íslenskra blaðamanna stendur fyrir valinu en þetta var í þrettánda skiptið sem verðlaunin eru afhent.

Í upplýsingum um jeppann á vef Brimborgar kemur fram að Volvo XC90 sé stórglæsilegur sjö manna lúxusjeppi með öllu því besta frá Volvo. „Volvo vann í fjögur ár að þróun hans og fjárfest var fyrir meira en 11 milljarða dollara í verkefninu,“ segir þar.

„Samhljómur er á milli allra þátta, milli áferðar leðurs og viðarklæðningar. Natnin sem býr að baki hönnuninni á Volvo XC90 endurspeglast m.a. í gírstöng úr kristal og loftkældum framsætum, innblásin af formi mannslíkamans, með nuddbúnaði og fjögurra þrepa rafknúnum stuðningi við mjóbak.“

Margir hafa bent á líkindin við sölu á Range Rover árið 2007. Til dæmis á Twitter

Það er ekki úr lausu lofti gripið. 90 nýir Volvo XC90 hafa selst á árinu en 122 notaðir hafa verið fluttir inn og skráðir hér á landi eftir að hafa verið skráðir í öðru landi. Til samanburðar þá höfðu 88 nýir Range Rover-jeppar selst í lok ársins 2007.

Auglýsing

læk

Instagram