Íslensk útgáfa af The Voice í loftið: 60 söngvarar keppa í vinsælasta þætti heims

Sextíu söngvarar verða valdir til að taka þátt í íslenskri útgáfu sjónvarpsþáttarins The Voice sem sýndur verður á Skjá einum í haust. The Voice er einn vinsælasti þáttur í heimi með yfir 500 milljónir áhorfenda og íslenska útgáfan verður stærsta verkefni Skjásins frá upphafi. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri á Skjáeinum, segir í samtali við Fréttatímann að verkefnið hafi verið í undirbúningi í eitt og hálft ár.

Ólíkt öðrum svona þáttum þá eru keppendur valdir fyrirfram. Við þurfum að finna 60 frambærilega söngvara og við erum þegar búin að ná í tæplega helminginn af þeim

Íslenski þátturinn verður eins og frumgerðin – fjórir dómarar munu sjá um að þjálfa söngvarana og keppa sín í milli.

The Voice hóf göngu sína í Hollandi árið 2010 en var fljótlega keyptur til sjónvarpsstöðvarinnar NBC í Bandaríkunum. Þátturinn er sýndur í 120 löndum og Ísland verður 61. landið sem gerir eigin útgáfu af þættinum.

Í Fréttatímanum kemur fram að leitin að dómurum standi yfir. Saga Film framleiðir þáttinn og tekið er á móti ábendingum um vænlega þátttakendur á netfangið thevoiceisland@sagafilm.is.

Auglýsing

læk

Instagram