Jarðvegsgerlar í neysluvatni í Reykjavík: Sjóðið vatn fyrir ungabörn, viðkvæma og aldraða

Jarðvegsbakteríur hafa fundist neysluvatni Reykvíkina. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Heilbrigðiseftirlitsins.

Mælst er til þess að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.

„Þetta á við um öll hverfi borgarinnar nema Grafarvog, Norðlingaholt, Úlfarsárdal, Kjalarnes og Mosfellsbæ en þessi hverfi fá vatn úr Vatnsendakrikum þar sem sýni hafa ekki mælst yfir viðmiðunarmörkum,“ segir í tilkynningunni.

Sýni verða tekin áfram daglega, bæði úr borholum af Veitum og af Heilbrigðiseftirlitinu úr dreifikerfinu, þar til ástand neysluvatnsins er viðunandi.

Auglýsing

læk

Instagram