Jimmy Fallon syngur dúett með vélmenni! – Myndband

Auglýsing

Vélmennið Sophia kíkti í vikunni í heimsókn til Jimmy Fallon og söng með honum dúett ásamt því að kynna hann fyrir litlu systir sinni.

Atriðið má sjá í myndbandi hér fyrir neðan en það er á sama tíma áhugavert og ógnvekjandi.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sophia heimsækir Fallon en í fyrri heimsókn sinni grínaðist hún um áætlanir sínar um að ráða yfir mannkyninu. 

Auglýsing

Sophia er mögulega eitt frægasta vélmenni í heimi en nýlega ávarpaði hún sameinuðu þjóðirnar ásamt því að vera á forsíðu Cosmopolitan. Getur hún skynjað andlit viðmælanda sinna, tekið þátt í einföldum samræðum og sýnt fjölda svipbrigða.

Hún er þó ekki óumdeild. Margir, þar á meðal Yann LeCun sem er yfir gervigreindardeild Facebook, vilja meina að hún sé ekkert nema blekking sem fær fólk til að trúa því að gervigreind sé komin mun lengra en hún er.

Sjónvarpsstöðin CNBC birti stutta heimildarmynd um Sophiu í sumar þar sem kemur í ljós það er ekki allt sem sýnist þegar það kemur að hæfileikum hennar.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram