Jóhann hótaði að borða allar vöfflurnar ef fólk kæmi ekki í vöfflukaffi hjá Framsókn: „Fór svangur heim“

Auglýsing Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, þar sem Jóhann Friðrik Friðriksson bauð í vöfflukaffi, sló heldur betur í gegn á samfélagsmiðlum. Í auglýsingunni bauð Jóhann í vöfflukaffi og hvatti fólk eindregið til þess að mæta, því ef ekki þá þyrfti hann sjálfur að borða allar vöfflurnar.

„Komdu í vöfflukaffi á föstudaginn 13. okt, kl. 16.00. Annars þarf ég að borða allar vöfflurnar sjálfur!,“ segir í texta auglýsingarinnar. Stóra spurningin er, hvernig fór vöfflukaffið? þurfti Jóhann að borða allar vöfflurnar?

Tanja Rún mætti og lagði sitt af mörkum

Jóhann segir í samtali við Nútímann að mætingin hafi verið vonum framar og hann hafi sloppið við að borða vöfflurnar einn. „Við erum að reyna að gera kosningabaráttuna skemmtilega og þetta svínvirkaði. Þetta heppnaðist svo vel að ég fór svangur heim,“ sagði Jóhann léttur að lokum.

 

Auglýsing

læk

Instagram