Jólageitin snýr alltaf aftur

Sænska jólageitin hefur verið sett upp fyrir utan IKEA í Kauptúni, eins og undanfarin ár.

Geitin er rúmlega sex metra há og kranabíl þurfti til að koma henni á sinn stað. Hún er skreytt þúsundum ljósa sem lýsa upp umhverfið þar til daginn fer að lengja aftur.

Nú er spurning hvort geitin fái að vera í friði því skemmdarvargar hafa nokkrum sinnum kveikt í jólageitinni undanfarin ár. Þá hefur hún fokið um koll — en alltaf snýr hún aftur.

Í tilkynningu frá IKEA kemur fram jólageiturnar séu afar vinsælar í Svíþjóð:

Og má finna þær þar í öllum stærðum og gerðum. Sú frægasta er geitin í Gävle sem hlýtur oft þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Kauptúnsgeitin hefur áður hlotið sömu örlög, og eins verið slegin tímabundið niður af veðrinu, en alltaf risið stolt á ný. Sjón er sögu ríkari!

Auglýsing

læk

Instagram