Jón Daði bauð liðsfélögunum sviðasultu: „Ég er ekki að fara að borða heila“

Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, mætti með sviðasultu á æfingasvæði knattspyrnuliðsins Reading í Englandi í morgun. Jón Daði bauð liðsfélögum sínum og starfsliði Reading að smakka en viðbrögðin voru misjöfn. Myndband af þessu má nálgast á Instagram-síðu Jóns Daða.

Nokkrir liðsfélagara Jóns Daða smökkuðu á sviðasultunni og miðað við viðbrögð þeirra var bragðið ekki jafn slæmt og þeir bjuggust við. Aðrir harðneituðu að smakka og sögðu að Jón hefði ekki átt að segja þeim hvað væri innihald sviðasultunnar.

„Nei, nei, nei, ekki séns. Þú hefðir ekki átt að segja mér hvað væri í þessu, ég er ekki að fara að borða heila,“ sagði einn starfsmaður Reading við Jón sem virtist hafa gaman af viðbrögðum liðsfélaga sinna.

Auglýsing

læk

Instagram