Jón Gnarr leikur Sigurjón Digra

Jón Gnarr fer með hlutverk húsvarðarins Sigurjóns Digra í söngleiknum Slá í gegn sem verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í lok febrúar. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Í umfjöllun RÚV kemur fram að fimmtán ár séu frá því að Jón lék síðast á sviði í leikritinu Erling eftir samnefndri norskri kvikmynd. Í samtali við RÚV segir hann hlutverk Sigurjóns Digra leggjast mjög vel í sig. „Þetta er umfangsmikið og fjörugt leikrit. Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til að taka þátt í þessu,“ segir hann.

Flosi Ólafsson fór eftirminnilega með hlutverk Sigurjóns Digra í kvikmyndinni Með Allt á hreinu frá árinu 1982. Gói samdi söngleikinn sem er ekki eftir kvikmyndum Stuðmanna en tónlistin í verkinu er þó eftir Stuðmenn.

Auglýsing

læk

Instagram