Jón Gnarr og Balti gera sjónvarpsþætti saman

„Kíkti við í RVK Studios í dag og hitti Balta. Við erum að hugsa um að gera saman sjónvarpsþætti. Væri það ekki gaman?“

Þetta sagði Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, á Facebook-síðu sinni í dag.

Heimildir Nútímans herma að þeir félagar Jón og Baltasar Kormákur séu meira en að hugsa um að gera sjónvarpsþætti. Í dag ræddu þeir um gerð þátta sem hafa vinnuheitið Borgarstjórinn. Um er að ræða leikna þáttaröð en frekari upplýsingar eru á huldu.

Sigurjón Kjartansson kemur að gerð þáttanna ásamt Baltasar Kormáki, eftir því sem Nútíminn kemst næst.

Hvorki náðist í Jón Gnarr né Magnús Viðar Sigurðsson hjá RVK Studios við vinnslu fréttarinnar. Fylgist með.

Uppfært kl. 17.26: Í samtali við Vísi segir Magnús Viðar að það sé ekki langt síðan vinna að þáttunum hófst:

„Það getur tekið níu til fimmtán mánuði að þróa seríu. Stundum tekur það styttri tíma og stundum lengri tíma. Ég get ekki sagt þér hvenær serían verður sýnd.“

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram