Jón Jónsson syngur á íslensku: Plata í nóvember

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson stefnir á að senda frá sér aðra plötu sína í lok nóvember. Fyrsta plata Jóns sló í gegn.

Jón Jónsson birti mynd af sér í hljóðverinu Hljóðmúla í gær en þar hyggst hann dvelja í vikunni og taka upp söng á plötunni. Jón gefur í skyn að platan verði á íslensku með því að birta hashtaggið #áíslensku með en fyrsta platan hans var á ensku.

Nútíminn hafði samband við Jón segir að platan verði bara ekta Johnny Jay:

Nú er ég að vinna í annarri plötunni. Sú verður bara ekta Johnny Jay. Fyrir þá sem þekkja mig og vita á hvernig tónlist ég hlusta þá er sjálfsagt fátt sem á eftir að koma á óvart nema það að textarnir verða á íslensku. Flest laganna eiga sér upphaflega enska texta en mér fannst það skemmtileg áskorun að syngja á íslensku og því fékk ég snillinginn Einar Lövdahl með mér í lið í textasmíðinni.

Jón sendi frá sér fyrstu plötuna árið 2011 og kallaðist hún Wait for Fate. Hún innhélt smelli á borð við Lately, Kiss in the Morning, When You’re a Around og Soon or Later.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og þú missir ekki af einni einustu frétt.

Auglýsing

læk

Instagram