Justin Bieber skálar í rauðvíni í Vestmannaeyjum og birtir mynd af sér við sjóinn

Justin Bieber hyggst dvelja hér á landi í tvo daga. Þetta kemur fram í stuttu viðtali við hann í DV í dag.

Bieber fór til Vestmannaeyja í gær. Frá þessu greinir bæjarstjórinn Elliði Vignisson á Facebook-síðu sinni. Hann segir í samtali við Pressuna börnin í Eyjum hafi sameinað leit að lundapysjum og leitina að Bieber.

Heyrði í lítilli frænku minni áðan sem fór að leita að lundapysjum en fann enga, það var samt allt í lagi af því að hún sá Justin Bieber vera að kaupa sér ís.

Á Pressunni kemur einnig fram að Bieber og félagar hafi skálað í rauðvíni á veitingastað í Eyjum. Félagi Bieber birti myndband af því á Snapcaht og aðdáendarásin Justin Bieber Videos 2.0 á Youtube var fljót að grípa það.

https://www.youtube.com/watch?v=7tUfI79m6rw

Bieber birti svo sjálfur þessa mynd af sér við sjóinn á Instagram seint í gærkvöldi eftir að hafa óskað Bill Murray til hamingju með afmælið.

Þá virðist hann vera sáttur miðað við þetta tíst.

Eins og Nútíminn greindi frá í gær mætti Bieber til landsins fyrir hádegi í gær. Hann var var á ferðinni í Reykjanesbæ ásamt her lífvarða og nokkrum vinum sínum og kom meðal annars við Lemon og Subway.

Ýmislegt gekk á en skömmu eftir að hann yfirgaf Subway birtist á netinu mynd af honum sem virtist vera úr öryggismyndavél staðarins.

Í svari Subway við fyrirspurn notanda á Facebook kemur fram að það sé alls ekki í lagi en persónuverndarlög gilda um notkun slíkra mynda opinberlega. Starfsfólk staðarins fékk tiltal.

Taktu prófið! Hvað veistu um Justin Bieber?

Auglýsing

læk

Instagram