Kærðir fyrir að syngja Liverpool-söngva í flugvél

Þrír íslenskir stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool voru fyrir þremur vikum kærðir til lögreglunnar á Heathrow flugvelli í Lundúnum fyrir ólæti og óviðeigandi framkomu um borð í flugvél Icelandair. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Einn stuðningsmannanna segir í samtali við RÚV að kæran komi sér í opna skjöldu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta fer en málið er með miklum ólíkindum,“ segir hann en hann er ekki nefndur á nafn í frétt RÚV.

Samkvæmt frétt RÚV voru mennirnir að fara á leik Ludogretz og Liverpool í Búlgaríu í Meistaradeild Evrópu og leik Crystal Palace og Liverpool í Lundúnum.

Mennirnir voru handteknir við komuna á Heathrow og sleppt eftir um 40 klukkustundir. Þeir misstu því af leiknum gegn Crystal Palace en náðu leiknum í Búlgaríu.

Stuðningsmaðurinn segir að þetta mál allt hafi komið þeim í opna skjöldu:

Hann segir að þeir hafi sungið Liverpool-söngva á leiðinni út og að þeir hafi vissulega verið glaðir. Þeir hafi aftur á móti ekki fengið neinar athugasemdir frá áhöfn flugvélarinnar né öðrum farþegum á meðan fluginu stóð.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, staðfesti í samtali við RÚV að þrír Íslendingar hefðu verið kærðir af hópi farþega til lögreglunnar á Heathrow þar sem þeir töldu sér ógnað af framkomu þeirra en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Auglýsing

læk

Instagram