Kaleo flytur til Bandaríkjanna

Rokk­hljóm­sveit­in Kal­eo er flutt til Banda­ríkj­anna þar sem hún verður á ferð og flugi næstu mánuðina við að kynna tónlist sína. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum hefur hljómsveitin gert plötu­samn­ing við Atlantic Records um alþjóðlega út­gáfu verka sinna. Í Mprgunblaðinu kemur fram að unnið sé að því að koma hljóm­sveit­inni á fram­færi í kvik­mynd­um, aug­lýs­ing­um og sjón­varpsþátt­um vest­an­hafs.

Bruce Kalmick, sem starfar fyrir umboðsskrifstofuna Triple 8 Management í Bandaríkjunum, er nýr umboðsmaður hljómsveitarinnar. Hann hefur tröllatrú á hljómsveitinni:

Ég er raunsær maður en þegar kemur að Kaleo er ég ekki í nokkrum vafa. Sveitin á eftir að verða ein þekktasta rokkhljómsveit heims fyrir árið 2017, ef ekki fyrr.

Í Fréttablaðinu á dögunum kom einnig fram að hljómsveitin hafi skrifað undir svokallaðan „publishing“-samning við Warner/Chappell Music, sem þýðir að fyrirtækið kemur tónlist Kaleo að í kvikmyndum, auglýsingum og sjónvarpsþáttum.

Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, sagði í Fréttablaðinu að um mjög spennandi tækifæri sé að ræða og hljómsveitin hlakki til að takast á við verkefnið.

„Það er auðvitað mikill heiður að fá að semja við eins sögufrægt fyrirtæki og Atlantic Records. Við erum samt með báða fætur á jörðinni og verðum bara að bíða og sjá hvað þetta leiðir af sér,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram