Kanye West tók eigin útgáfu af Bohemian Rhapsody á Glastonbury

Enginn þarf að efast um að Kanye West gerir nákvæmlega það sem hann vill gera. Rapparinn kom fram á Glastonbury-hátíðinni um helgina, þrátt fyrir að þrýst hafði verið á skipuleggjendur hátíðarinnar að hætta við að láta hann koma fram.

West tók eigin útgáfu af Queen-laginu Bohemian Rhapsody á tónleikunum og fór svo beint yfir í stórsmellinn Can’t Tell Me Nothing. Myndband af Bohemian Rhapsody má sjá hér fyrir neðan en þar sést að áhorfendur þurftu ekki að láta segja sér tvisvar að taka undir.

https://www.youtube.com/watch?v=KNkPn0JrTFQ

Auglýsing

læk

Instagram