Karl Gauti sat einn hjá þegar skilgreiningu á nauðgun var breytt í lögum: „Ég vildi því ekki samþykkja þetta“

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, var eini þingmaðurinn sem sat hjá við afgreiðslu á frumvarpi sem fól í sér breytingu á skilgreiningu á nauðgun í almennum hegningarlögum. Í samtali við Stundina segir hann að breytingin gæti haft slæmar afleiðingar.

Breyting laganna felur í sér að öll tvímæli eru tekin af því að samþykki sé nauðsynleg forsenda kynmaka. „Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum,“ segir nú í lögunum.

Karl Gauti segist í frétt Stundarinnar hafa efasemdir um ágæti breytinganna. „Ég vildi því ekki samþykkja þetta,“ segir hann á Stundinni.

Ég hef líka lesið mikið af nauðgunardómum og í einu skiptin sem ég fæ illan grun um að saklaus maður hafi verið dæmdur sekur, þá hefur það gerst í nauðgunardómum. Það er skrýtið að þetta séu einu skiptin sem ég fæ þennan illa grun.

Í breytingu laganna kemur nú fram að samþykki teljist liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. „Samþykki telst ekki liggja fyrir ef beitt er ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“

Auglýsing

læk

Instagram