Karl Kennedy mikill aðdáandi Ásgeirs Trausta

Eins og Nútíminn greindi fyrstur fjölmiðla frá í október er leikarinn Alan Fletcher væntanlegur til landsins í janúar. Fletcher heldur tónleika á Spot í Kópavogi 9. janúar og hann er gríðarlega spenntur.

Meira: „Heyrði að næstum því hálf þjóðin horfi á Nágranna“

Alan Fletcher er flestum Íslendingum kunnur sem dr. Karl Kennedy í Nágrönnum. Hann segist í viðtali við Nútímann vera mikill aðdáandi Ásgeirs Trausta:

Ég man mjög vel eftir því þegar útvarpsstöðin sem ég hlusta á fjallaði um Ásgeir Trausta. Ég varð um leið háður melódískum og angurværum lögum hans. Lagið King and Cross er í sérstöku uppáhaldi.

Fletcher segir að tónleikarnir á Spot verði einn af mest spennandi viðburðum lífs síns. Hvorki meira né minna.

„Við erum að setja saman lagalista sem inniheldur ekki bara tónlistina mína heldur einnig tónlist sem á eftir að skapa mikið partíandrúmsloft og koma áhorfendum í stuð.“

Meira: Topp 7 persónur í Nágrönnum.

Fletcher er gríðarlega spenntur fyrir komunni til landsins og segir að orðspor Íslands sé ótrúlegt. „Um leið og ég nefni Íslandsferð mína við fólk fæ ég að heyra að fólk vilji fara til Íslands eða hafi heimsótt landið og að það sé í uppáhaldi.“

Auglýsing

læk

Instagram