Karlar líklegri til að borða skötu á Þorláksmessu, stuðningsfólk Pírata ekki spennt fyrir fisknum

36% Íslendinga ætla að borða skötu á Þorláksmessu í ár og eru karlmenn líklegri en konur til þess.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR.

Á Vísindavefnum segir að í kaþólskum sið hafi fólk fastað fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks.

Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling.

Í könnun MMR kemur fram að fólk á landsbyggðinni sé líklegra til að fá sér skötu en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim sem tóku afstöðu og voru búsett á landsbyggðinni sögðust 48% ætla að borða skötu á Þorláksmessu, borið saman við 29% íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Stuðningsfólk Pírata var ólíklegra en stuðningsfólk annarra stjórnmálaflokka til að gæða sér á skötu á Þorláksmessu.

Auglýsing

læk

Instagram