Karlmaður óskar eftir „góðri“ konu til að sjá um sig, mikill áhugi fyrir auglýsingunni

Karlmaður óskar í nýjasta tölublaði Bændablaðsins eftir góðri konu til að hugsa um sig á efri árunum. Segist hann búa á gullfallegum staði úti á landi.

Auglýsinguna er að finna undir flokknum „Einkamál“ í blaðinu sem kom út fimmtudaginn 15. desember og eru áhugasamar konur beðnar um að senda upplýsingar um nafn og símanúmer til blaðsins merkt „Aðstoð“.

Samkvæmt upplýsingum frá auglýsingadeild Bændablaðsins hafa nokkrir áhugasamir haft samband og er mikill áhugi fyrir umsókninni. Sumir hafa spurst fyrir og aðrir svarað auglýsingunni.

Nokkrar líkur eru því á því að maðurinn finni einhverja „góða konu“ til að hugsa um sig, nú þegar aldurinn er að færast yfir.

Á heimasíðu blaðsins segir að Bændablaðið sé málgagn bænda og landsbyggðar og komi út hálfsmánaðarlega í prentformi. Blaðið inniheldur margvíslegan fróðleik fyrir bændur og alla áhugamenn um landbúnað og lífið í hinum dreifðu byggðum. Upplag Bændablaðsins er að jafnaði 32.000 eintök og því er dreift eum allt land.

Auglýsing

læk

Instagram