Kim eflir öryggisgæsluna eftir ránið, tveir öryggisverðir munu fylgja henni hvert sem hún fer

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian ætlar ekki að láta ræna sig aftur og vinnur að því að efla öryggisgæslu fjölskyldunnar.

Vefurinn TMZ greinir frá því að fyrrverandi starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar verði meðal þeirra sem komi að gæslunni. Þá munu að minnsta kosti tveir öryggisverðir fylgja henni hvert sem hún fer.

Kim var bundin og rænd af grímuklæddum mönnum í lögreglubúning í lúxuíbúð í París í Frakklandi fyrr í þessum mánuði. Þeir hótuðu manni í móttökunni, beindu að honum byssu, handjárnuðu hann og neyddu hann svo til að hleypa sér inn íbúð Kim. Tveir menn fóru inni í íbúðina, miðuðu byssu á höfuð Kim, bundu hana og læstu inni á baðherbergi.

Sjá einnig: Það sem við vitum um ránið á Kim Kardashian í París, ræningjarnir flúðu á reiðhjólum

Þá kemur einnig fram að eftir ránið í París hafi stjarnan meðal annars hitt fyrrverandi starfsmanna ísraelska hersins með endurskipulagningu og eflingu öryggisgæslunnar í huga.

Kim hefur ekki deilt neinu á samfélagsmiðlunum Instagram, Twitter og Snapchat eftir ránið en hún er vön að vera mjög virk þar. Einnig hefur komið fram að upptökum á raunveruleikaþáttunum, Keeping up with the Kardashians, hafi verið frestað um óákveðinn tíma.

Auglýsing

læk

Instagram