Kim Kardashian deilir leyndarmálinu á bakvið brjóstaskoruna með aðdáendum sínum

Kim Kardashian sendi frá sér app á síðasta ári. Appið nýtur talsverðra vinsælda og hún notar Twitter til að beina fólki inn í appið en þar leynist efni sem hún birtir ekki annars staðar.

Í dag birti hún þessa mynd á Twitter og lofaði að ljóstra upp gömlu bransaleyndarmáli: Leyndarmálinu á bakvið brjóstaskoruna.

Leyndarmálið er ansi einfalt: Límband og nóg af því

Kim er augljóslega með húmor fyrir sjálfri sér og birtir nokkrar hressandi myndir af sér með límbandið.

Í appinu segist hún hafa þurft að deila þessu leyndarmáli með aðdáendum sínum.

„Þetta er leyndarmálið á bakvið hina fullkomnu brjóstaskoru,“ segir hún. „Þetta er smá vinna en trúið mér, þetta er þess virði. Ég hef notað allskonar límband til að líma brjóstin mín upp en passið bara að vera ekki með nein krem eða olíur þegar límið. Og spennið beltin þegar það kemur að því að rífa límbandið af!“

Hópur aðstoðarfólks aðstoðar Kim við að klæða sig

enhanced-4295-1455662760-1

Og svona lítur lokaútgáfan út

enhanced-24001-1455662772-1

Auglýsing

læk

Instagram