Kjarninn stakk undan Rás 2 og nældi í Tvíhöfða

Það fór ekki framhjá neinum þegar Tvíhöfði hóf göngu sína á ný á dögunum. Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson höfðu hingað til verið með þætti sína í útvarpi og komið víða við en í dag eru þeir á hlaðvarpi Kjarnans. Það stóð þó ekki alltaf til.

Samkvæmt heimildum Nútímans var Tvíhöfði hársbreidd frá því að byrja með þátt sinn á Rás 2. Búið var að ákveða flest formsatriði og það átti aðeins eftir að undirrita samning þegar tvíeykið hætti skyndilega við.

Kjarninn hafði þá verið í sambandi við Jón og Sigurjón og vildu þeir frekar vera með þætti sína þar en á ríkisfjölmiðlinum.

Heimildir Nútímans herma að RÚV hafi verið tilbúið til að greiða háa upphæð fyrir endurkomu þessa vinsælasta gríntvíeykis landsins en það breytti engu: Þeir vildu fara til Kjarnans, þrátt fyrir að þar á bæ hafi ekki verið búið að staðfesta fjármögnun. Sem reyndist eflaust ekki mikill hausverkur en Dominos býður upp á þættina.

Auglýsing

læk

Instagram