Kolbeinn Sigþórsson stefnir á að snúa aftur á völlinn í febrúar og gæti leikið með Íslandi á HM

Framherjinn knái, Kolbeinn Sigþórsson hefur glímt við afar erfið meiðsli í hné undanfarin ár og hefur ekki spilað fótbolta síðan á EM í Frakklandi í fyrrasumar. Nú virðist loksins sjá fyrir endann á meiðslum Kolbeins sem hyggist snúa aftur á fótboltavöllinn í febrúar. Vísir.is greinir frá þessu.

Í frétt Vísis kemur fram að Kolbeinn sem leikur með franska úrvalsdeildarfélaginu Nantes, sé nú staddur í Katar þar sem hann mun vera í endurhæfingu út desember.

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í síðasta mánuði að Kolbeinn ætti góða möguleika á að vinna sér sæti í hópnum sem fer á HM ef hann næði sér af meiðslunum.

Auglýsing

læk

Instagram